top of page

FURA media

Fura er umboðsskrifstofa- og ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með áhrifavöldum, hlaðvörpum, vörumerkjum og fyrirtækjum.

IMG_8144.jpg

Kristjana

Hæ, ég heiti Kristjana Björk Barðdal og er stofnandi og framkvæmdastjóri Furu.

Að mennt er ég tölvunarfræðingur og verkfræðingur, en í grunninn er ég bara forvitin, ferköntuð en skapandi manneskja sem elskar fólk, samfélagsmiðla og skýrt skipulag. Ég hef starfað við stór samfélagsmiðlaverkefni, stýrt breytingum innan opinbera geirans, verið hakkaþonráðgjafi og – já – selt notaða ferðavagna.

 

Ég elska líka hlaðvörp, og á mér draum um að gera raddir fleiri kvenna aðgengilegar í íslensku hlaðvarpslandslagi. Ég elska skipulag – en á sama tíma er ég óstöðvandi þegar kemur að hugmyndavinnu, frumkvæði og að „láta hluti gerast“. Hvort sem það er í gegnum hlaðvarpið mitt sem kemur bráðum út, Gelluvinnustofa sem ég stofnaði eða í verkefnastjórnun á flóknum stafrænum umbreytingum – þá finn ég mig þar sem fólk og tækni mætast, þar sem kaos fær ramma og hlutirnir fara loksins að ganga upp.

 

Á góðum degi er ég með fimm Excel-skjöl opin í öllum regnbogans litum, 350 hluti á Todo listanum, með hlaðvarpsþátt í upptöku og að taka upp DIML fyrir TikTok.

  • LinkedIn
  • Instagram
  • TikTok

Kalli

Í  byrjun október 2025 bættist Kalli sem rekstarstjóri Furu. Kalli er förðunarfræðingur og skapandi ráðgjafi sem hefur unnið í tísku- og efnisgerðarheiminum síðustu ár, bæði hérlendis og erlendis. Hann er með bakgrunn í grafískri hönnun og gott auga fyrir smáatriðum. Kalli þekkir vel til UGC (user generated content) efnis sem er efni sem notendur vöru eða þjónustu búa til. 

Sem rekstrarstjóri leiðir Kalli þróun ferla innan fyrirtækisins, með áherslu á áhrifavaldaherferðir, efnissköpun og þjónustu við fyrirtæki. Hann mun einnig leggja áherslu á að sækja og stýra herferðum fyrir hönd Furu með fyrirtækjum og vörumerkjum þar sem áhrifavaldar og UGC efni eða notendaefni (e. user generated content) verður í forgrunni.

Sendu okkur línu ef þú ert með áhrifavalda- eða UGC verkefni í huga: fura@furamedia.is

IMG_8169.jpg
generate a pine tree forest, make the image be a overview of it - only trees, nothing else

Af hverju FURA?

Nafnið FURA kemur frá trénu fura sem mörg okkar tengja við haustið og aðventuna. Á þeim tíma fyllast stofur landsins af notlegheitum og einstaka furu og greni lykt. Furan þolir storma og kulda og stendur alltaf áfram, alveg eins og við Íslendingar.

 

FURA media varð til því mér fannst vanta umboðsskrifstofu sem nær yfir allt spektrúmið – ekki bara veita fagleg umboð fyrir áhrifavalda, heldur aðstoðar líka einstaklinga, vörumerki og fyrirtæki að koma sér á framfæri og þar sem segja sína sögu. Fura vill búa til samfélag þar sem við getum öll komið hugmyndum okkar á framfæri og í framkvæmd – með einlægni, heiðarleika og smá húmor að leiðarljósi.

Því það verður að vera gaman - annars er svo leiðinlegt.​​

 

FURA er samfélag þar sem fólk fær útrás fyrir nördann í sér þegar kemur að sköpun þar sem samfélagsmiðlar spila stóran þátt, enda voru þeir upphaflega búnir til til þess að tengja fólk.

Því öll viljum við bara tilheyra og hafa gaman.

  • LinkedIn
  • Instagram
  • TikTok
  • Facebook

Ræðum þetta yfir bolla!

Sendu okkur endilega línu og við tökum bolla og förum yfir hvernig ég get aðstoðað þig!

Ef þú vilt bóka kynningarfund eða ráðgjöf geturðu gert það hér.

858 7862

bottom of page