
Hæ!
Ég heiti Kristjana Björk Barðdal og er stofnandi og framkvæmdastjóri FURA media.
Að mennt er ég tölvunarfræðingur og verkfræðingur, en í grunninn er ég bara forvitin, pínu ferköntuð og svolítið skapandi manneskja sem elskar fólk, samfélagsmiðla og skýrt skipulag. Ég hef starfað við stór samfélagsmiðlaverkefni, stýrt breytingum innan opinbera geirans, verið hakkaþonráðgjafi og – já – selt notaða ferðavagna.
Ég elska líka hlaðvörp, og á mér draum um að gera raddir fleiri kvenna aðgengilegar í íslensku hlaðvarpslandslagi.
Á góðum degi er ég með fimm Excel-skjöl opin í öllum regnbogans litum, 350 hluti á Todo listanum, með hlaðvarpsþátt í upptöku og að taka upp DIML fyrir TikTok.
Saga FURA media
FURA media varð til því mér fannst vanta umboðsskrifstofu sem nær yfir allt spektrúmið – ekki bara samstarf við áhrifavalda, heldur líka ráðgjöf, hlaðvörp og veitir sýnileikaráðgjöf. Ég vildi búa til vettvang þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki gætu fengið aðstoð við að koma hugmyndum í framkvæmd – með trúverðugleika, gildum og smá húmor að leiðarljósi. Því það verður að vera gaman - annars er svo leiðinlegt.
Ég elska skipulag (ég hef verið kölluð ferköntuð og er stolt af því) – en á sama tíma er ég óstöðvandi þegar kemur að hugmyndavinnu, frumkvæði og að „láta hluti gerast“. Hvort sem það er í gegnum hlaðvarpið mitt sem kemur bráðum út, Gelluvinnustofurnar sem ég stofnaði eða í verkefnastjórnun á flóknum stafrænum umbreytingum – þá finn ég mig þar sem fólk og tækni mætast, þar sem kaos fær ramma og hlutirnir fara loksins að ganga upp.
FURA er ekki bara umboðsskrifstofa – hún er staður þar sem ég fæ útrás fyrir nördann í mér sem elskar samfélagsmiðla og að tengja fólk. Ég vil vinna með fólki sem hefur eitthvað að segja, vill byggja traust vörumerki, og í samstörfum þurfa þau sem eru að sýna frá vöru og þjónusta að virkilega nota hana sjálf. Því öll viljum við bara tilheyra og hafa gaman.
Ræðum þetta yfir bolla!
Sendu mér endilega línu og við tökum bolla og förum yfir hvernig ég get aðstoðað þig!
858 7862