Störf hjá Furu
Fura er að ráða!
Fura leitar að viðskiptatengli
FURA media leitar að metnaðarfullri og samskiptaglaðri manneskju í hlutverk viðskiptatengils. Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember.
Ef þú hefur áhuga á því að vinna með okkur endilega sæktu um starf viðskiptatengils eða fylltu út almenna umsókn. Frekari upplýsingar um hvoru tveggja eru á síðunni hér fyrir neðan.
Um starfið
FURA media leitar að metnaðarfullri og samskiptaglaðri manneskju í hlutverk viðskiptatengils.
Um er að ræða verktakavinnu þar sem vinnutími er sveigjanlegur. Hægt er að sinna starfinu í fjarvinnu ásamt því að möguleikar eru á þróun í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember.
Starfið felst í því að halda utan samskipti á milli viðskiptavini og samstarfsaðila Furu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Vera í samskiptum við áhrifavalda og hlaðvörp sem eru á samning hjá Furu.
-
Halda utan um samstörf áhrifavalda og hlaðvarpa Furu.
-
Sækja ný samstarfstækifæri fyrir hlaðvörp og áhrifavalda.
-
Svara fyrirspurnum frá fyrirtækjum og fylgja eftir hugmyndum í ferli.
-
Setja saman kynningar eða tillögur að samstörfum (t.d. pitch decks eða tölvupósta).
-
Taka þátt í þróun og eftirfylgni samstarfa.
-
Taka saman samantektir og/eða skýrslur fyrir samstarfsaðila og áhrifavalda.
-
Tryggja faglega samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Hæfniskröfur
Við leitum að manneskju sem er skipulögð, lausnamiðuð og hefur hæfileika til að byggja upp traust í samskiptum. Jafnframt er frumkvæði og er skemmtileg nærvera kostur.
Æskilegt er að þú:
-
Hafir gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti.
-
Þekkir til og hafir notað samfélagsmiðla á borð við Instagram, LinkedIn & TikTok.
Kostur er að þú:
-
Hafir þekkingu á íslensku viðskiptalífi.
-
Hafir áhuga á eða reynslu af markaðsmálum.
-
Hafir áhuga eða reynslu af samningatækni.
-
Hafir áhuga eða reynslu á sölumennsku.
-
Menntun eða reynslu í viðskiptafræði, markaðsfræði, verkefnastjórnun eða sambærilega menntun.
Fyrirkomulag og umsóknir
Um er að ræða verktakavinnu þar sem vinnutími er sveigjanlegur. Hægt er að sinna starfinu í fjarvinnu ásamt því að möguleikar eru á þróun í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti mætt á fundi á höfuðborgarsvæðinu eftir þörfum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 15. desember 2025. Um er að ræða 4 mánaða starf með möguleika á framlengingu.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2025 (var áður 20. nóvember).
Sótt er um stöðu viðskiptatengils með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfangið umsokn@furamedia.is
Nánari upplýsingar veitir, Kristjana Björk Barðdal, framkvæmdastjóri Furu, kristjana@furamedia.is
Viltu sækja um almennt starf?
Fylltu út formið hér fyrir neðan ef þú vilt senda inn almenna umsókn og við höfum samband þegar tækifæri opnast hjá Furu. Sé formið fyllt út munum við hafa samband varðandi aðrar stöður sem opnast í framtíðinni hjá Furu. Hafirðu áhuga á því að sækja um starf viðskiptatengils er það gert með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfangið umsokn@furamedia.is fyrir lok sunnudagsins 23. nóvember.



