Þjónusta & ráðgjöf
Hér fyrir neðan er hægt að skoða þá ráðgjöf og þjónustu sem FURA media býður upp á.
FURA media er bæði ráðgjafafyrirtæki og umboðsskrifstofa. Við sérhæfum okkur í markaðsmálum þar sem samspil fólks og tækni er í forgrunni. Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og hlaðvörp gegna þar lykilhlutverki.

Sýnileika- og samfélagsmiðlaráðgjöf
Ráðgjöfin er hugsuð fyrir einstaklinga, fyrirtæki og vörumerki sem vilja verða sýnilegri á samfélagsmiðlum, koma skýrum skilaboðum á framfæri og ná betur til fólks. Hún hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þeim sem eru þegar með eitthvað í gangi – hver tími er sérsniðinn að stöðunni hverju sinni. Við speglum, greinum og mótum næstu skref saman – á þínum forsendum. Frekari upplýsingar, það er inntak, lengd og verð má sjá á bókunarsíðunni.
Áhrifavalda-markaðssetning
Áhrifavaldamarkaðssetning eru ein áhrifaríkasta leiðin í dag til að koma vörumerkjum á framfæri á samfélagsmiðlum. Fólk treystir fólki og er því mikilvægt að samstörfin á milli áhrifavalda og fyrirtækja séu trúverðug og fagleg. Við hjá Furu aðstoðum fyrirtæki að skilja hvernig áhrifavaldamarkaðssetning hentar þeim. Bæði þegar kemur að áhrifavöldum og hlaðvörpum og hvort sem um er að ræða stök verkefni, langtímasamstörf eða stærri herferðir.
Fyrir langtímasamstörf er hægt að senda tölvupóst á kristjana@furamedia.is eða á netföng áhrifavalda og hlaðvarpa
sem má finna hér. Fyrir stök verkefni er hægt að fylla út form sem finna má með því að ýta á takkann hér fyrir neðan.


Herferðir
FURA setur upp og sér um áhrifavaldaherferðir fyrir fyrirtæki og vörumerki frá A til Ö. Herferðir eru með sérstaka áherslu í afmarkaðan tíma. Við leggjum til áhrifavalda eftir stærð, miðlum og markmiðum herferðar. Ásamt því að setja upp birtingarplan sem tryggir dreifingu og samfellu yfir tímabilið. Við sjáum um listræna og tæknilega útfærslu sem og framkvæmd frá byrjun til enda. Herferðin er mótuð í kringum ykkar vörumerki og byggð upp þannig að efnið tali beint til markhópsins – á réttum tíma og í réttu samhengi.