Námskeið Furu
FURA media býður upp á námskeið fyrir þau sem vilja nýta samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri og skapa tekjur. Allt frá fyrstu skrefum til þess að auka sýnileika yfir í að byggja upp sterkt vörumerki og fagleg langtíma samstörf.
Hér fyrir neðan má sjá þau námskeið sem Fura býður upp á sem og frekari upplýsingar.
Næstu áhrifavaldanámskeið hefjast 17. september.

Leiðbeinandi er Kristjana Björk Barðdal, stofnandi & framkvæmdastjóri Furu
Kristjana brennur fyrir að hjálpa fólki að nýta samfélagsmiðla til að skapa tækifæri og koma sér á framfæri. Með bakgrunn í verkfræði og tölvunarfræði sameinar hún stefnumótun, skipulag og tækniþekkingu með innsæi í hegðun fólks.
Hún hefur verið virk á LinkedIn og TikTok, tekið þátt í kosningabaráttum, unnið í útvarpi og verið hlaðvarpsstjórnandi. Kristjana þekkir leikinn bæði fyrir framan og á bakvið tjöldin og getur auðveldlega aðstoðað þig að byggja uppsterkt vörumerki og ná árangri.
Frekari upplýsingar
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðin eru ólík og er því mismunandi hverjum þau henta.
Áhrifavaldur 101 er fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref sem áhrifavaldar á meðan framhaldsnámskeiðið hentar þeim sem hafa tekið áhrifavaldur 101 eða eru með reynslu af samfélagsmiðlum og samstörfum.
Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá FURA media í gegnum Instagram eða með því að senda á netfangið kristjana@furamedia.is til þess að fá nánari upplýsingar.
Næstu áhrifavaldanámskeið hefjast í lok september.
Algengar spurningar
