Samfélagsmiðlar fyrirtækja
FURA media býður upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki sem vilja nýta áhrifavalda og samfélagsmiðla á markvissan hátt. Við sameinum fræðslu, verkefni og ráðgjöf sem hjálpar teymum eða einstaklingum að byggja upp faglega nálgun í markaðssetningu – allt frá birtingarmynd yfir í framkvæmd og eftirfylgni.
Ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir en skráðu þig á póstlistann til þess að fylgjast með námskeiðum framundan.
Námskeiðið er kennt í litlum hópi.

Leiðbeinandi er Kristjana Björk Barðdal, stofnandi & framkvæmdastjóri Furu
Kristjana brennur fyrir að hjálpa fólki að nýta samfélagsmiðla til að skapa tækifæri og koma sér á framfæri. Með bakgrunn í verkfræði og tölvunarfræði sameinar hún stefnumótun, skipulag og tækniþekkingu með innsæi í hegðun fólks.
Hún hefur verið virk á LinkedIn og TikTok, tekið þátt í kosningabaráttum, unnið í útvarpi og verið hlaðvarpsstjórnandi. Kristjana þekkir leikinn bæði fyrir framan og á bakvið tjöldin og getur auðveldlega aðstoðað þig að byggja upps terkt vörumerki og ná árangri.
Hvað verður farið yfir
Frekari upplýsingar
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja stíga fyrstu skrefin sem áhrifavaldur og læra að byggja upp prófíl sem laðar að samstörf. Það hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur sem vilja skapa efni sem virkar, finna sín gildi og læra að vinna með fyrirtækjum og vörumerkjum. Til að taka þátt þarftu að vera farin/n/ð að birta efni á samfélagsmiðlum, svo þú getir tekið fullan þátt í fjarnáminu og unnið verkefnin.
Námskeiðið er kennt í litlum hópi.
Hvað verður farið yfir?
Við förum í grunnatriði birtingarmyndar vörumerkisins, skerpum á gildum ásamt því að fara yfir hvernig nálgast má áhrifavalda á markvissan hátt. Fyrirtækið fær hagnýt verkefni og sérsniðna leiðsögn sem hjálpar ykkur að ná árangri í samstarfi og efla sýnileika.
Hvernig virkar umsóknarferlið og eru einhver inntökuskilyrði?
Þú fyllir út umsóknarformið og færð svar innan 3 virkra daga. Ef þú færð pláss, færðu greiðsluupplýsingar og allar nauðsynlegar upplýsingar áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið er opið öllum sem vilja læra og bæta sig – óháð fjölda fylgjenda eða fyrri reynslu.
Innifalið:
Vikuleg verkefni sem aðstoða þig að þróa aðgangana (e. profiles) og efnisgerð (e. content creation).
1:1 ráðgjöf þar sem þú færð sérsniðna ráðgjöf.
Opið Q&A þar sem þú getur spurt spurninga og fengið lausnir við áskorunum.
Leiðsögn við að finna og skilgreina markhópinn þinn.
Hagnýtar aðferðir til að byggja upp trúverðuga og faglega birtingarmynd.
Skref-fyrir-skref leiðbeiningar við að nálgast áhrifavalda.
Verð
Námskeiði kostar 149.900 kr.
Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum fyrir starfsfólk hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá FURA media í gegnum Instagram eða með því að senda á netfangið kristjana@furamedia.is til þess að fá nánari upplýsingar.
Námskeiðið er kennt í litlum hópi.
Algengar spurningar
