top of page

Framhaldsnámskeið fyrir áhrifavalda

4 vikna fjarnámskeið fyrir þau sem vilja efla sig sem áhrifavaldar. Hagnýt verkefni, opin Q&A og sérsniðin ráðgjöf þar sem þú lærir fagleg samskipti og vinnubrögð. Fjárfesting sem styður þig í að vaxa, byggja upp sterkara vörumerki, tryggja samstörf og skapa tekjur.

Næsta námskeið hefst í lok september.

Einungis 6 pláss í boði.

IMG_0262_edited.jpg

Leiðbeinandi er Kristjana Björk Barðdal, stofnandi & framkvæmdastjóri Furu

Kristjana brennur fyrir að hjálpa fólki að nýta samfélagsmiðla til að skapa tækifæri og koma sér á framfæri. Með bakgrunn í verkfræði og tölvunarfræði sameinar hún stefnumótun, skipulag og tækniþekkingu með innsæi í hegðun fólks.

Hún er virk á LinkedIn og TikTok, komið reglulega fram í útvarpi, tekið þátt í kosningabaráttum, skrifað blaðagreinar og verið hlaðvarpsstjórnandi. Kristjana þekkir leikinn bæði fyrir framan og á bakvið tjöldin og getur auðveldlega aðstoðað þig að byggja upp sterkt vörumerki og ná árangri.

Hvað verður farið yfir á námskeiðinu?

Frekari upplýsingar

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem eru þegar starfandi sem áhrifavaldar og vilja auka tekjumöguleika og sýnileika. Það hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hafa þegar byggt upp prófíl, birta reglulega efni og hafa jafnvel unnið með fyrirtækjum – en vilja skerpa á faglegum vinnubrögðum og læra að sinna samstörfum betur og auka tekjur.


Hvað verður farið yfir?

Á þessu framhaldsnámskeiði er áherslan á að gera vinnubrögð og verklag faglegra. Þú færð hagnýt verkefni og persónulega leiðsögn sem hjálpar þér að skerpa á faglegri nálgun, styrkja eigin vörumerki og byggja upp sterkari samstörf sem og auka tekjumöguleika.


Á námskeiðinu er lögð áhersla á:

  • hvernig þú byggir upp faglegt media kit sem selur þína ímynd

  • auka tekjumöguleika á miðlunum þínum

  • hvernig lesa má í tölfræði og innsýn til að taka betri ákvarðanir og stækka fylgi

  • nýta tölfræði til þess að taka ákvarðanir og búa til efni sem virkar

  • hvernig viðhalda má góðum langtímasamstörfum og skapa raunverulegt virði fyrir báða aðila

  • aðferðir til að styrkja faglega nálgun í öllum samskiptum og samstörfum

Til að taka þátt þarftu að vera virk/ur/t á samfélagsmiðlum, með reynslu af efnisgerð og helst samstörfum – þannig að þú getir nýtt þekkinguna beint í eigin starfi og skapað tekjumöguleika.


Hvernig virkar umsóknarferlið og eru einhver inntökuskilyrði?

Þú fyllir út umsóknarformið og færð svar að lágmarki 3 dögum áður en námskeiði á að hefjast. Ef þú færð pláss, færðu greiðsluupplýsingar og allar nauðsynlegar upplýsingar áður en námskeiðið hefst.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja læra og bæta sig – óháð fjölda fylgjenda.

Innifalið:
  • Vikuleg verkefni sem aðstoða þig að þróa prófílinn þinn og efnisgerð (e. content creation).

  • Sérsniðin 1:1 ráðgjöf með áherslu á að greina tölfræði, skilja innsýn og nýta hana til að auka áhrif og sýnileika.

  • Opið Q&A þar sem þú getur spurt spurninga og fengið lausnir við áskorunum.

  • Leiðsögn við að setja saman faglegt media kit.

  • Aðferðir til að styrkja þitt eigið vörumerki sem faglegur áhrifavaldur og byggja upp traust bæði til fylgjenda og samstarfsaðila.

  • Skref-fyrir-skref nálgun á stærri og krefjandi samstörf – hvernig þú færð þau, heldur þeim og lætur þau skila raunverulegum árangri.

  • Hvernig þú nærð árangri í samstörfum og byggir langtímasambönd.

  • Tól og aðferðir til að nýta innsýn úr tölfræði til að styðja við ákvarðanatöku og efnisgerð.

Verð

Námskeiðið kostar 89.900 kr. sé það greitt innan við 3 dögum frá því að umsókn er staðfest.

Hægt er að skipta greiðslu á námskeiðinu í tvær greiðslur upp á 46.900 kr.


Styrkir

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.


Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá FURA media í gegnum Instagram eða með því að senda á netfangið kristjana@furamedia.is til þess að fá nánari upplýsingar.

  • LinkedIn
  • Facebook
  • TikTok
  • Instagram

Einungis 6 pláss í boði.

Algengar spurningar

IMG_0054_edited.jpg

Skrá mig á póstlista til að fylgjast með næstu námskeiðum:

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann til að fylgjast með næstu námskeiðum.

bottom of page