
Leiðbeinendur eru Kristjana Björk Barðdal og Carl Angelo (Kalli) Bituin
Kristjana brennur fyrir að hjálpa fólki að nýta samfélagsmiðla til að skapa tækifæri og koma sér á framfæri. Með bakgrunn í verkfræði og tölvunarfræði sameinar hún stefnumótun, skipulag og tækniþekkingu með innsæi í hegðun fólks.
Kalli er förðunarfræðingur og skapandi ráðgjafi sem hefur unnið í tísku- og efnisgerðarheiminum síðustu ár bæði hérlendis og erlendis með áherslu á UGC efni.
Hvað verður farið yfir?
Frekari upplýsingar
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem vilja læra að búa til faglegt UGC efni og vinna með vörumerkjum. Það hentar bæði byrjendum og þeim sem þegar hafa reynslu af samfélagsmiðlum og vilja skerpa á vinnubrögðum sínum og bæta verkferla í efnisgerð.
Þú þarft ekki vera með neina reynslu — forvitni, sköpunargleði og sími duga!
Hvað verður farið yfir?
Á námskeiðinu er áhersla á að læra allt ferlið frá hugmyndavinnu til framkvæmdar og samskipta við vörumerki. Þú færð hagnýtar leiðbeiningar, verkefni og persónulega endurgjöf sem hjálpar þér að byggja upp fagleg vinnubrögð og efla þitt eigið vörumerki.
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:
hvað UGC er og hvernig fyrirtæki nýta slíkt efni
hvernig þú finnur þinn stíl og rödd sem skapari
hvernig þú tekur upp faglegt efni með símanum
grunnatriði klippingar, texta og framsetningar
hvernig þú kynnir þig fyrir vörumerkjum og setur upp verð
hvernig byggja má upp portfolio og media kit
hvernig viðhalda má faglegum vinnubrögðum og langtímasamböndum
Hvernig virkar umsóknarferlið og eru einhver inntökuskilyrði?
Þú fyllir út umsóknarformið og færð svar að lágmarki 3 dögum áður en námskeiði á að hefjast. Ef þú færð pláss, færðu greiðsluupplýsingar og allar nauðsynlegar upplýsingar áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðið er opið öllum sem vilja læra og bæta sig – óháð fjölda fylgjenda.
Innifalið:
Verkefni sem hjálpa þér að þróa þitt eigið efni (e. content creation)
Fagleg endurgjöf frá leiðbeinendum
Opið Q&A þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá lausnir á áskorunum
Aðgangur að lokuðum hópi fyrir stuðning og tengslanet
Leiðsögn við að setja saman faglega verkefnamöppu (e. portfolio) og miðlamöppu (e. media kit)
Lokaverkefni með persónulegri endurgjöf
Vottorð að loknu námskeiði
Verð
Námskeiðið kostar 65.990 kr. sé það greitt allt í einu.
Hægt er að skipta greiðslu í tvær greiðslur upp á 35.990 kr. hvor.
Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá FURA media í gegnum Instagram eða með því að senda á netfangið kristjana@furamedia.is til að fá nánari upplýsingar.
Einungis 8 bláss í boði
Algengar spurningar




